11. nóvember 2006 til 03. desember 2006

Kristinn Már Pálmason -málverkainnsetning

Kristinn Már Pálmason - l MÁLVERKAINNSETNING. Sýning Kristins er stór málverkainnsetning sem byggð er á samþættingu ólíkra aðferða og merkingafræðilegra þátta í tungumáli málverksins. Innsetningin samanstendur efnislega m.a. af mannshári, áli, ljósi, speglum, olíulit og krossvið og er unnin sérstaklega inn í rými Ásmundarsalar. Kristinn Már hefur undanfarin ár gert margvíslegar tilraunir í málverki og unnið jöfnum höndum að þróun myndmáls og aðferða innan ramma hins hefðbundna tvivíða flatar og útvíkkun málverks í tíma, efnis, og rýmistengdu samhengi. Kristinn Már (f. 1967) útskrifaðist úr Myndlista og handíðaskóla Íslands 1994 og er með MFA gráðu síðan 1998 frá The Slade School of Fine Art, University College London. www.krimp@krimpart.com

Til baka