10. janúar 2009 til 01. febrúar 2009

Kristján Steingrímur - Málverk, teikningar, ljósmyndir

Á sýningunni gefur að líta bæði ný og eldri verk, unnin með jarðefnum beint á veggi og striga, auk teikninga og ljósmynda. Sýningin í Listasafni ASÍ fjallar meðal annars um níu garða í þrem heimsálfum, má þar nefna Central Park í New York, Hyde Park í Lundúnum og Shinjukugarð í Tókyó. Kristján Steingrímur er fæddur á Akureyri 1957. Eftir að hafa lokið námi við nýlistadeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands innritaðist hann 1983 í Listaháskólann í Hamborg og útskrifaðist þaðan 1987. Síðan hefur Kristján verið búsettur á Reykjavíkursvæðinu og unnið að listsköpun. Hann hefur haldið og tekið þátt í fjölda sýninga bæði í söfnum og galleríum, hérlendis sem erlendis. Auk vinnu að listsköpun hefur Kristján unnið við kennslu og stjórnunarstörf og nú síðast sem deildarforseti við Listaháskóla Íslands.

Til baka