24. nóvember 2007 til 21. desember 2007

Kvikar myndir - Reykjavíkurhöfn í íslenskri myndlist

Fáir staðir hafa verið eins afgerandi og mótandi í borgarmyndinni og Reykjavíkurhöfn sem nú er 90 ára. Sýningin Kvikar myndir tengir stöðuga þróun hafnarinnar við túlkanir ólíkra myndlistamanna. Myndir hafnarinnar eru myndir á róti og tengsl myndlistarmanna við staðinn eru enn fyrir hendi.

Höfnin hefur haft sterk mótandi áhrif á fjölda myndlistarmanna og sýningin tengir stöðuga þróun hafnarinnar við túlkanir þeirra. Meðal verka á sýningunni eru málverk eftir Þórarinn B. Þorláksson af fyrsta skipsbruna í Reykjavíkurhöfn, eitt af fyrstu kvikmyndaverkum Dieters Roth sem tekið var að hluta til í Slippnum og röð sjálfsmynda sem Megas vann þegar hann starfaði sem verkamaður við Faxaskála.

 

Fáir staðir hafa verið eins afgerandi og mótandi í borgarmyndinni og Reykjavíkurhöfn sem nú er 90 ára.  Sýningin Kvikar myndir tengir stöðuga þróun hafnarinnar við túlkanir ólíkra myndlistamanna. Myndir hafnarinnar eru myndir á róti og tengsl myndlistarmanna við staðinn eru enn fyrir hendi.

 

Listamenn sem verk eiga á sýningunni eru: Ásgrímur Jónsson, Baldvin Björnsson, Birgir Andréssson, Dieter Roth, Emiliano Monaco, Hanna Styrmisdóttir, Haraldur Jónsson, Hulda Hákon, Hörður Ágústsson, Jóhannes S. Kjarval, Jón Stefánssson, Karl Kvaran, Magnús Tómasson, Magnús Þór Jónsson (Megas), Margrét H. Blöndal, Nína Tryggvadóttir, Ólafur Elíasson, Ólöf Björnsdóttir, Snorri Arinbjarnar, Svava Björnsdóttir og Þórarinn B. Þorláksson.

Til baka