10. ágúst 2012 til 02. september 2012

Lars Ravn, Holger Bunk og Helgi Þorgils Friðjónsson

Holger Bunk, Lars Ravn og Helgi Þorgils Friðjónsson sýna málverk, teikningar og innsetningu í Listasafni ASÍ við Freyjugötu.

Föstudaginn 10. ágúst var opnuð í Listasafni ASÍ sýning á verkum listamannanna Lars Ravn,  Holger Bunk og Helga Þorgils Friðjónssonar en þeir hafa á undanförnum árum sýnt saman í Danmörku, ýmist þrír saman eða fleiri.

Fyrsta sýningin var  Blektårer í Overgaden ned Vandet í Kaupmannahöfn 1984, næst  Mongrel Muse í Silkeborg Kunstmuseum 1993, en þar voru þeir ásamt Raymond Pettibon, Knud Odde og Milan Kunc. Þá settu þeir upp sýninguna Dagens Eventyr í Galleri Ægidius og Galleri Carsten Frökjær 1999. Síðast sýndu þeir með listhópnum Corner í Charlottenborg í Kaupmannahöfn 2007, þar sem þeir voru með stóra innsetningu með veggteikningu og myndum unnum á pappír, sem seldist í heilu lagi á Statens Museum for kunst í Kaupmannahöfn.

Fyrirhuguð er sýning í Þýskalandi á næsta eða þarnæsta ári.

Saman hófu þeir feril sinn á tímabili sem kennt hefur verið við “Nýja málverkið” á Íslandi í kringum 1980 og þar er því um jaðartengingu að ræða. Myndgerð þeirra er frásagnarleg með margvíslegar tengingar við söguna og augljósa svörun við módernisma síðustu aldar ásamt tengingu við póstmóderníska heimspeki.

Sýningin í ASÍ samanstendur af miklum fjölda teikninga og í Arinstofu safnsins hafa þeir unnið saman rýmisteikningu beint á vegginn.

Til baka