29. september 2007 til 21. október 2007

Magnús Tómasson - DRASL Ferðalag um skissubækur Magnúsar Tómassonar

Magnús er fæddur í Reykjavík 1943. Hann hélt sína fyrstu einkasýningu í Bogasal Þjóðminjasafnsins árið 1962, þá 19 ára gamall. Ári síðar innritaðist hann í Listaháskólann í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan frá málaradeild og deildinni fyrir “Mur og Rumkunst” árið 1970. Þó Magnús væri við nám í Danmörku var hann í góðum tengslum við það sem var að gerast í myndlist hér heima og var hann einn af stofnendum Gallerís SÚM þegar það var stofnað 1968. Magnús Tómasson hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum á Íslandi og erlendis og hann hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir list sína. Verk eftir hann eru m.a. i eigu Listasafns Íslands og Listasafns Reykjavíkur og flestir íslendingar kannast við verk hans, Þotuhreiður, sem staðsett er við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Á sýningunni í Listasafni ASÍ sýnir Magnús m.a. skúlptúra og myndþrennur sem hann nefnir Formrím auk myndaraðarinnar Samanburðarlandafræði en hugmyndin að elstu myndinni í þeirri röð er frá árinu 1977.

Til baka