07. mars 2015 til 03. maí 2015

Stöpullinn - Margrét H.Blöndal og Huginn Þór Arason

Þann 7. mars kl. 15:00 verður myndverk Margrétar H. Blöndal og Hugins Þórs Arasonar afhjúpað á Gunnfríðarstöpli fyrir framan Listasafn ASÍ við Freyjugötu 41, þar sem höggmynd Gunnfríðar Jónsdóttur "Á heimleið" stóð áður.

Verk Margrétar og Hugins er það fjórða í röð listaverka sem sett hafa verið á stöpulinn en hann var tekinn í notkun í október 2013.
Val á listamönnum á þessum sýningarvettvangi fer þannig fram að þeir velja sjálfir eftirmann sinn.
Stöpullinn er styrktur af Reyjavíkurborg.

Til baka