14. apríl 2012 til 13. maí 2012

Núningur

NÚNINGUR / FRICTION byggir á hugmyndum sem sýningarstjórarnir; þeir Einar Garibaldi Eiríksson, Kristinn E. Hrafnsson og Ólafur Gíslason hafa mikið rætt og mótað á undanförnum misserum og tengist djúpstæðum áhuga þeirra á fjölþættum tengslum myndlistar og borgarsamfélags. Í þeim kristallast þættir sem legið hafa til grundvallar í þeirra eigin verkum, allt frá einfaldri framsetningu borgarinnar í myndlist, til hverskonar vinnu með staðhætti, inngrip í opinber rými, jafnt sem flóknari samfélagslegar tengingar.

NÚNINGUR / FRICTION byggir á hugmyndum sem sýningarstjórarnir; þeir Einar Garibaldi Eiríksson, Kristinn E. Hrafnsson og Ólafur Gíslason hafa mikið rætt og mótað á undanförnum misserum og tengist djúpstæðum áhuga þeirra á fjölþættum tengslum myndlistar og borgarsamfélags. Í þeim kristallast þættir sem legið hafa til grundvallar í þeirra eigin verkum, allt frá einfaldri framsetningu borgarinnar í myndlist, til hverskonar vinnu með staðhætti, inngrip í opinber rými, jafnt sem flóknari samfélagslegar tengingar. 

 

Verkefnið setur hugmyndir listamanna í öndvegi sem nýta sér þær sérstæðu aðstæður sem borgin býður uppá, s.s. með því að stofna til samstarfs við ýmsar stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga sem stutt geta framkvæmd eða þróun hugmyndanna. Hér er saman kominn góður hópur listamanna sem hafa í í gegnum árin, á einhvern máta, fengist við viðfangsefni verkefnisins í sínum myndlistarhugmyndum. Hluti af þessum listamönnum hafa komið að kennslu í vinnustofu á vormisseri við Listaháskóla Íslands, þar sem nemendur hafa tekist á við tengdar listhugmyndir og þróað út frá þeim verk á sínum forsendum fyrir sýninguna. Einnig koma að sýningunni fræðimenn til að skrifa greinar um “myndlistina í borginni og borgina í myndlistinni” út frá eigin sjónarmiðum.

Sýningin í Listasafni ASÍ er einskonar miðstöð eða vinnustofa verkefnisins NÚNINGUR / FRICTIONen verk listamannana verða sett upp á ólíkum tímum og í margvíslegum birtingarmyndum, á víð og dreif um borgina, á þessu ári. Sýningin miðlar bakgrunnsupplýsingum um verk og athafnir listamannanna, auk þess að vera yfirlit um verkefnið í heild sinni. Það fjölbreitta efni sem safnað hefur verið saman; upptökum af viðburðum eða athöfnum, textum, teikningum og hugmyndum af verkum sem hafa verið gerð eða eru í bígerð. Sýningarrýmið er þannig einhverskonar rannsóknarmiðstöð á borgarumhverfinu á myndlistarlegum forsendum. Vikulega á meðan á sýningu stendur verður boðað til málþings um verkefni listamannanna og málefni þeim tengdum.

Þátttakendur eru:

Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Ásmundur Ásmundsson, Berglind Jóna Hlynsdóttir, Brynjar Helgason, Christian Hasucha, Einar Garibaldi Eiríksson, Elin Wikström, Gunnar J. Árnason, Haraldur Jónsson, Harpa Arnardóttir, Hjálmar Sveinsson, Hlynur Hallsson, Indriði Arnar Ingólfsson, Ingirafn Steinarsson, Ívar Glói Gunnarsson, Karl Torsten Stallborn, Katrín Eyjólfsdóttir, Katrína Mogensen, Kristinn E. Hrafnsson, Margrét H. Blöndal, Nikulás Stefán Nikulásson, Nína Óskarsdóttir, Ólafur S. Gíslason, Páll Haukur Björnsson, Ósk Vilhjálmsdóttir, Ragna Sigurðardóttir, Stefán Óli Baldursson, Una Ösp Steingrímsdóttir, Unnar Örn J. Auðarson, Þorvaldur Þorsteinsson, Þröstur Valgarðsson, Æsa Sigurjónsdóttir.

 

Til baka