18. apríl 2010 til 02. maí 2010

Ólafur S. Gíslason - Identity check

Í sýningunni “Identity Check” tekst Ólafur á við sjálfsmynd unglinga sem búsettir eru á Íslandi. Íslendingar eru að fara í gegnum erfitt skeið og sjálfsmyndin er í mikilli endurskoðun. Unglingarnir eru næmir og visa Ólafi leiðina í gegnum hugarheima íslensks sálarlífs, þeir henda reiður á tilfinningalegt ástand sitt og samfélagsins. Ólafur lauk námi við Myndlista- og handiðaskóla Íslands 1983 og Hochschule für bildende Künste í Hamborg 1988. Hann starfaði í Þýskalandi til ársins 2007, þar til hann tók við stöðu prófessors við Listaháskóla Íslands.

Til baka