11. mars 2006 til 02. apríl 2006

Olga Bergmann - Innan garðs og utan

Olga Bergmann í samvinnu við hliðarsjálf hennar doktor B. hafa um nokkurt skeið krukkað í sameiningu í möguleika erfðavísindanna og hugsanleg áhrif þeirra á þróunarsöguna er til langs tíma er litið. Á sýningunni “Innan garðs og utan” sem opnar í listasafni ASÍ laugardaginn 11. mars sýnir Olga Bergmann vettvangsathuganir á atferli dýra, postulínsstyttur og leynisafn. Verkin á sýningunni fjalla um villta náttúru og tamda, dýralíf og hugmyndir um framtíðina sem meðal annars tengjast ævintýrum og óljósum minningum.

Til baka