15. maí 2010 til 06. júní 2010

Ólöf Nordal - Fyrirmyndir

Í Listasafni ASÍ, Ásmundarsal við Freyjugötu sýnir myndlistarkonan Ólöf Nordal röð nýrra ljósmynda. Sýningin er innblásin af gamalli sögn um mann sem er á ferð upp til fjalla. Hann gengur fram á lík af ungum manni sem jökullinn hefur skilað aftur eftir langa vist í ísnum. Á meðan maðurinn virðir fyrir sér fullkomnlega varðveittan líkamann, rennur upp fyrir honum sú skelfing að þetta muni vera hans eigin faðir sem hvarf á fjöllum þegar hann sjálfur var enn í móðurkviði. Þarna mætast þeir í fyrsta sinn feðgarnir. Sonurinn fast að sjötugu, faðirinn liðlega tvítugur.

Til baka