14. október 2006 til 05. nóvember 2006

Pétur Örn Friðriksson - Vísindaverk

Halkíon. Til þess að heimsækja fuglinn Halkíon þarf að undirbúa sig vel og lengi. Ýmislegt þarf að athuga, komast að því hvar hann heldur sig, hvar á hafinu hann gerir sín hreiður og hvernig best sé að komast þangað. Þessi undirbúningur getur tekið langann tíma, og athuganirnar sem þarf að gera eru að mörgum toga. Það þarf að útbúa farartæki, kanna hvernig flest allt verður til, til hvers það er og hvers vegna. Ferðalagið á undan ferðalaginu sjálfu vefur utan um sig og verður ferðalagið sjálft. Áhugaverðasti og mögulegasti ferðamátinn er jafnan list. Á sýningunni eru ný og eldri verk; farartæki, fyrirbæramódel og landhermar. Elstu verkin eru 15 ára og þau sem eru ný eru byggð á eldri verkum. Þessi endurvinnsla kemur til vegna eðli frásagnarinnar og ferðalagsins.

Til baka