06. október 2012 til 28. október 2012

Ragnheiður Jónsdóttir - Slóð

Sýningin Slóð er 31. einkasýning Ragnheiðar en þar sýnir hún 16 stórar kolateikningar og átta verk frá fyrstu grafíksýningunni. Fyrstu einkasýningu sína opnaði Ragnheiður í Casa Nova 7. september 1968, þar sem hún sýndi ljóðræn abstrakt málverk og mánuði síðar byrjaði hún á fyrsta grafíknámskeiðinu sem var kvöldnámskeið í Myndlistar- og handíðaskóla Íslands í Skipholti. Grafíkin heillaði svo, að Ragnheiður vann eingöngu grafíkverk frá l968 til ársins 1989 þegar hún sýndi fyrstu kolateikningarnar. Síðan hefur hún að mestu unnið með kolateikningar, að undanskildum tveimur grafík-myndröðum.

Til baka