16. september 2006 til 08. október 2006

Ragnheiður Jónsdóttir -Teikningar

STORÐ Ragnheiður Jónsdóttir sýnir stórar kolateikningar í Ásmundarsal. Verkin á sýningunni eru frá síðustu tveimur árum. Þetta er 28. einkasýning Ragnheiðar auk þátttöku í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Fyrstu einkasýningu sína hélt Ragheiður fyrir 38 árum (1968) en þá sýndi hún málverk en á tímabilinu 1968-1988 vann hún eingöngu grafík (málmætingar). Árið 1988 sýndi Ragnheiður fyrstu stóru kolateikningarnar. Hún vann jöfnum höndum grafík (málmætingar) og teikningar til ársins 2000 en þá hélt hún sýningu á málverkum.

Til baka