27. október 2007 til 18. nóvember 2007

Rabnsú - XGeó

Ransu er fæddur í Reykjavík 1967. Hann er menntaður m.a. við AKI - Akademie voor Beeldend Kunst í Hollandi og National College of Art and Design í Dublin og hann hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum bæði hér heima og erlendis. XGeo eru málverk sem Ransu hefur verið að þróa síðan árið 2000 og eru tilraun til að setja athafnarmálverk og strangflatarmálverk í eina skynheild út frá öfgum hvors myndmáls fyrir sig. Þ.e. slettan og símynstrið, gjörningurinn og mantran, “happening” og “non-happening”. Sýningin í ASÍ er sú þriðja í sýnginaröðinni, en sú fyrsta var í Nýlistasafninu árið 2001 og önnur sýningin var í Gerðarsafni 2004.

Til baka