12. júní 2004 til 04. júlí 2004

Rósa Sigrún Jónsdóttir frá Fremstafelli - Horfðu djúpt

“Horfðu djúpt” Í Gryfju sýnir Rósa S. Jónsdóttir og ber sýning hennar yfirskriftina “Horfðu djúpt”."Sumarið 2003 tók ég þátt í 5 daga bakpokaferð umhverfis hið fyrirhugaða Hálslón fyrir innan Kárahnjúka. Gangan hófst við Sauðá og fylgdum við Jökulsá og síðan Kringilsá allt inn að Brúarjökli. Kringilsá er jafnan ófær gangandi mönnum og til þess að komast í Kringilsárrana þarf að fara fyrir upptök árinnar á jökli.Að lokinni dvöl í Kringilsárrana lá leið okkar aftur upp á jökul og nú fyrir upptök Jökulsár. Síðasti fyrirhuguðu lónsstæði að mestu og vorum ýmist ofan vatnsborðs eða neðan. Hvergi verður lífskrafturinn þróttmeiri og ágengari en þar sem lífsbaráttan er hörð í nálægð aðdáunarverðari, grimmd kjóans meiri og jafnvægi hlutanna fullkomnara. Í þessari ferð urðum við stutta stund hluti þessa lífríkis. Ég safnaði ýmsum smáhlutum til minja og tók afsteypu af dálitlum melkolli sem senn mun hverfa. Þar með minnkar það landrými sem ört fjölgandi mannkyn hefur til umráða. Það er framlag okkar Íslendinga til umhverfismála. Þessi sýning er kveðja mín til landsins sem hverfur". Rósa S. Jónsdóttir lauk námi frá skúlptúrdeild Listaháskóla Íslands, 2001.

Til baka