11. febrúar 2012 til 04. mars 2012

Sara og Svanhildur Vilbergsdætur - Systrasögur

Systurnar Sara og Svanhildur hafa málað saman frá því síðsumars 2010. Þær kjósa að kalla hugmyndavinnuna og framkvæmdina “dúettmálun” og hún fer þannig fram að þær vinna hugmyndir saman frá grunni, kasta þeim á milli sín, grípa og annaðhvort henda eða prjóna við.

Systurnar Sara og Svanhildur hafa málað saman frá því síðsumars 2010. Þær kjósa að kalla hugmyndavinnuna og framkvæmdina “dúettmálun” og hún fer þannig fram að þær vinna hugmyndir saman frá grunni, kasta þeim á milli sín, grípa og annaðhvort henda eða prjóna við. Vinnuferlið hefst á samningaviðræðum um myndbyggingu og útfærslu og síðan tekur við málunin sjálf þar sem systurnar standa frammi fyrir sama striganum og mála tvíhent, ef svo má að orði komast.

Segja má að margar myndanna séu ævintýramyndir með sjálfsævisögulegulegu ívafi þar sem yrkisefnin eru áhugamál þeirra og persónuleg reynsla. Í málverkunum má sjá systurnar í aðstæðum sem eru dæmigerðar fyrir þær sjálfar og líf þeirra en einnig leita þær víða fanga svo sem í ævintýrum og um leið bregður fyrir þekktum minnum og myndum úr listasögunni. 

Til baka