27. október 2007 til 18. nóvember 2007

Sari Maarit Cedergren - Hviða

Sari hefur undandarin ár verið að vinna verk sem endurspegla mismunandi hliðar á íslensku veðri með gifsi og steypu. Veðrið snertir okkur öll og hefur áhrif á þjóðfélagið í heild sinni. Sari hefur undanfarin ár verið að vinna verk sem endurspegla mismunandi hliðar á veðri með lágmyndum úr steypu og gifsi þar sem verkin ganga út frá rými sem og samspili ljóss og skugga. Verkin hafa þróast frá hinum stóra sjóndeildarhring niður í hinar smæstu einingar veðursins. Sari nýtir orku veðursins til að knýja áfram hreyfingu í verkum sínum. Verkin eru unnin út frá naumhyggju og innsetningin er hluti af verkinu. Áhorfendur fá hér einstakt tækifæri til að upplifa íslenska samtímamyndlist þar sem efnið er hversdagslegt og þjóðfélagslegt umræðuefni þ.e.a.s. veðurfarið, sett upp sem lágmyndir sem mara á mörkum tví- og þrívíddar.

Til baka