26. apríl 2003 til 11. maí 2003

Sigrid Valtingojer og Kunito Nagaoka

KUNITO NAGAOKA og SIGRID VALTINGOJER Kunito Nagaoka býr í Kyoto, Japan, og er prófessor í Kyoto Seika- Listaháskóla. Hann á að baki langan feril sem myndlistamaður á alþjóðlegum vettvangi. Kunito Nagaoka kom fyrst til Íslands árið 1984 sem gestaprófessor í Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Síðan hefur hann heimsótt Ísland í nokkur skipti vegna aðdráttarafls framandi lands. Í Ásmundarsal mun hann sýna pappírsverk, collagemyndir, sem hann kallar “Hamskipti” eða “Erdhautung” og eru verkin aðallega unnin úr asískum efnivið. Sigrid Valtingojer sýnir grafíkverk, m.a. myndaröð sem hún kallar “Hljóðform”. Leiðarstef myndraðarinnar er hljóðið og í verkunum kallast á hreyfing og kyrrstaða. Verkin bera heiti á borð við “Ómun”, “Bergmál”, “Kliður”, “Gjálfur” og “Tvíund”, Auk tréristanna sýnir Sigrid ætingar og ljósmynda – innsetningu í arinstofu safnsins. Þetta er 20. einkasýning Sigridar, en hún hefur haldið sýningar bæði hér heima og víða erlendis og hefur hlotið margar viðurkenningar.

Til baka