06. mars 2010 til 28. mars 2010

Sigrid Valtingojer - Þögul spor

Sigrid sýnir ný verk í Ásmundarsal, en kveikjan að þessum verkum eru örlög þeirra miljóna manna sem á síðustu áratugum hafa leitað nýrra heimkynna í Evrópu. í Arinstofu gefur að líta myndröðina Landslag frá árinu 1986 en fyrir þetta verk hlaut Sigrid Grand Prix á Ítalíu. Í Gryfju sýnir Sigrid ljósmyndir og glermyndir. Sigrid Valtingojer er fædd í mars 1935 og horfir til baka á langan ævi- og starfsferil. Hún hefur verið í fremstu röð íslenskra grafíklistamanna sl. 30 ár, hefur haldið 23 einkasýningar hérlendis, á Norðurlöndunum, Evrópu og Japan og hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín.

Til baka