12. nóvember 2011 til 11. desember 2011

Sigtryggur Bjarni Baldvinsson - Móðan gráa

Sýningin í Listasafni ASÍ samanstendur af olíumálverkum, vatnslitamyndum og tölvuunnum ljósmyndum af því görótta fljóti, Jökulsá á Fjöllum.

Í olíuverkunum eru blæbrigði lita og forms fljótsins dregin fram og tilraun gerð til að endurvarpa einhverju af dimmri og þungri orku vatnsins.

Í vatnslitaverkunum er hrynjandi árinnar dregin fram með skýrri afmörkun forma og aukinni þéttni lita.

Ljósmyndaverkin bera sameiginlegan titil eða yfirskrift, þ.e.:  "Jökulsárárar." 

Við speglun stafrænna ljósmynda eru dregnir fram eða dragast fram svipir ólíklegustu kvikinda og verkin tvístíga á mörkum hins náttúrulega og yfirnáttúrulega.

Sigtryggur Bjarni Baldvinsson er menntaður við Myndlistaskólann á Akureyri, Myndlista- og handíðaskóla Íslands, National Superieur des Arts Plastique og hann útkrifaðist úr  École des Arts Decoratifs in Strasbourg árið 1994. Hann hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum víða um landið.

Sjá nánar á: http://sigtryggurbjarni.is/

Til baka