07. júlí 2018 til 22. júlí 2018

Sigurður Guðjónsson: INNLJÓS - sýning í útihúsunum að Kleifum við Blönduós

Laugardaginn 7. júlí kl 15 opnar sýning Sigurðar Guðjónssonar INNLJÓS í útihúsunum að Kleifum við Blönduós. Sýningin er haldin í samvinnu við ábúendur að Kleifum og er síðari sýningin á verkum hans í sýningaröð sem Listasafn ASÍ skipuleggur til næstu ára.

Innsetningin INNLJÓS sem samanstendur af þremur verkum var fyrst sett upp í kapellu og líkhúsi St. Jósefsspítala í Hafnarfirði s.l. haust og færði hún Sigurði íslensku myndlistarverðlaunin 2018. 

Sigurður Guðjónsson notar tímamiðil í verk sem fanga áhorfandann gegnum ryþma og endurtekningu og tengja mynd og hljóð á þann hátt að þau virðast víkka skynsvið manns og vekja nýjar kenndir.

INNLJÓS er sú fyrsta í röð sýninga sem Listasafn ASÍ skipuleggur og eru hluti af menntunar- og kynningarátaki safnsins til næstu ára.

Á meðan safnið vinnur að því að koma upp nýjum sal verða sýningar safnsins haldnar í samstarfi við stofnanir og samtök víðsvegar um landið. Sýningarstaðirnir eru valdir í samvinnu við listamennina sem hlut eiga að máli hverju sinni og verða til skiptis á höfuðborgarsvæðinu og í öðrum landshlutum.

- Ljósmynd frá Kleifum – Vigfús Birgisson -

Til baka