08. mars 2008 til 30. mars 2008

Sigurður Örlygsson - Um konu

Sýningin er þrískipt og eins og titillinn gefur til kynna fjallar hún um ýmsa atburði í lífi konu. Í Ásmundarsal eru sjö stór olíumálverk er sýna ýmsa kafla úr þroskaskeiði konu. Í arinstofu eru akrýlmyndir úr myndaflokki sem Sigurður kallar Konuskrifborðið. Einnig er þar ein höggmynd sem tengist þessum myndaflokki. Í gryfjunni eru tvær ljósmyndir, Móðurást og Stúlkurnar í turninum. Þar er líka höggmyndin Timburturninn sem tengist ljósmyndunum. Í verkunum eru tilvísanir í ýmsa þekkta listamenn, bæði íslenska og erlenda. Sjá nánar á www.so.is

Til baka