19. maí 2012 til 01. júlí 2012

Sjálfstætt fólk, Listahátíð 2012 - Rúrí - IC-98 - Wooloo

„Sjálfstætt fólk“, (I)ndependent People er viðamikið og metnaðarfullt alþjóðlegt myndlistarverkefni sem leggur undir sig mikinn fjölda sýningarrýma, sýningarsala, safna og opinbera staði í Reykjavík og víðar á Listahátíð og fram eftir sumri. Í verkefninu „Sjálfstætt fólk“ er lögð áhersla á samtímamyndlist frá Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum. Í þessu yfirgripsmikla verkefni taka þátt 29 samstarfshópar listamanna sem samtals telja yfir 100 þátttakendur sem allir eru virkir í gamalgrónum eða nýjum samstarfsverkefnum. Í hópunum eru listamenn frá Íslandi og öllum Norðurlöndunum, Litháen, Bretlandi, Frakklandi, Bandaríkjunum og víðar. Sýningarstjóri er Jonatan Habib Engquist.

„Sjálfstætt fólk“, (I)ndependent People er viðamikið og metnaðarfullt alþjóðlegt myndlistarverkefni sem leggur undir sig mikinn fjölda sýningarrýma, sýningarsala, safna og opinbera staði í Reykjavík og víðar á Listahátíð og fram eftir sumri. Í verkefninu „Sjálfstætt fólk“ er lögð áhersla á samtímamyndlist frá Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum. Í þessu yfirgripsmikla verkefni taka þátt 29 samstarfshópar listamanna sem samtals telja yfir 100 þátttakendur sem allir eru virkir í gamalgrónum eða nýjum samstarfsverkefnum. Í hópunum eru listamenn frá Íslandi og öllum Norðurlöndunum, Litháen, Bretlandi, Frakklandi, Bandaríkjunum og víðar.

Ásmundarsalur:  Rúrí/Future Cartography/Kortlagning framtíðar

Í mörgum verka sinna hefur Rúrí unnið með framtíðar fornleifafræði sem megin inntak, en önnur viðfangsefni varða meðal annars jafnvægi í náttúru jarðar og einnig huglæg gild. Í nýjustu verkum sínum tekst hún á við framtíðar kortlagningu. Í samvinnu við Gunnlaug M. Einarsson landfræðing, hefurhún dragið upp landakort er varða framtíðina og byggja á spám um yfirvofandi breytingar á lögun landa. Samstarfsmaður hennar við útfærslu kortanna er María Rún Jóhannsdóttir. Sýningarstjóri er Jonatan Habib Engqvist. Sjá nánar á www.independentpeople.is/

Arinstofa: IS-98 /A View from the Other Side

Kvikmyndin skráir myndrænt hrörnun fiskmarkaðs í Turku  í teiknaðri mynd  (70 mín.) Verkinu er ætlað að vera spegilmynd af þeim breytingum sem eru að eiga sér stað í norður Evrópu.

Gryfjan: Wooloo / New Life Horbelev

Listhópurinn frumsýnir  í Listasafni ASÍ heimildarmyndina  New Life Horbelev . Myndin lýsir viðbrögðum íbúa  smábæjar í Danmörku þegar listamennirnir fengu þau til að gera sameiginlegan skúlptúr út sjónvörpum sínum og nota þann tíma sem sparaðist frá sjónvarpsglápi í að umgangast meira.  Forstöðumaður Listasafns ASÍ fetar í fótspor bæjarbúa og leggur til sýningarinnar eigið sjónvarp og sofa.

Til baka