30. ágúst 2008 til 28. september 2008

Sólveig Aðalsteinsdóttir

Viðfangsefni verkanna í Listasafni ASÍ tengjast öll tíma, rými og frásagnarmætti efnanna, en sýningin samanstendur af teikningum á pappír, viðarskúlptúrum og ljósmyndum. Inntak sýningarinnar skilgreinir Sólveig á eftirfarandi hátt: "Umfjöllunarefni sýninga minna hafa verið umhverfi og taktur hins hversdagslega lífs. Mér hefur þótt áhugavert að kanna samhengi myndlistar, efnisins og daglegra athafna. Umbúðalaus meðferð efnisins sem þó þarf að vísa út fyrir sjálft sig. Í könnun minni með þrívíðan efnivið, t.d. með því að taka efnið úr sínu samhengi hef ég skoðað sérstaklega þau gildi sem felast í efninu, þá merkingu sem sérhver efniviður er hlaðinn og hver maður getur lesið, hvernig og hvenær hin ýmsu efni fara yfir mörkin og hætta að vera þeir hlutir sem þeir voru en umbreytast í skúlptúra og þar með í menningarfyrirbæri."

Til baka