21. júní 2008 til 24. ágúst 2008

Straumar - verk úr eigu Listasafns ASÍ

Á sýningunni STRAUMAR eru verk í eigu Listasafns ASÍ; verk úr stofngjöf safnsins frá Ragnari Jónssyni í Smára ásamt verkum sem safnið hefur eignast á undanförnum árum, en sum þeirra hafa ekki verið sýnd í safninu áður. .Á sýningunni eru verk sem spanna hundrað ára skeið í íslenskri listasögu; og tengjast ólíkum straumum sem leikið hafa um myndlistina á þessu tímaskeiði. Dregnir eru fram samnefnarar sem tengja ólíka listamenn þvert á tíma og tækni. Eftirtaldir listamenn eiga verk á sýningunni: Anna Jóelsdóttir, Ásgrímur Jónsson, Birgir Andrésson, Eggert Pétursson, Eirún Sigurðardóttir, Gunnlaugur Scheving, Hreinn Friðfinnsson, Jóhannes S. Kjarval, Jón Stefánsson, Karl Kvaran, Kees Visser, Kristinn Hrafnsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Svava Björnsdóttir, Þórarinn B. Þorláksson.

Til baka