30. júní 2007 til 26. ágúst 2007

Sumarsýning - Verk í eigu safnsins

Það var Ragnar Jónsson, forstjóri í Smára, sem gaf ASÍ 120 listaverk að gjöf sem stofn í Listasafn ASÍ þann 17. júní 1961 og hefur safnið verið í stöðugum vexti síðan. Sumarsýningin er í öllu húsinu og spannar breitt tímabil í íslenskri listasögu. Í Ásmundarsal verða sýnd málverk eftir listamennina Jóhannes Kjarval og Jón Stefánsson frá fimmta og sjötta áratug síðustu aldar. Verkin eiga það sameiginlegt að sýna hið dramatíska og stórbrotna í íslenskri náttúru. Þar á meðal er Fjallamjólk, eitt þekktasta verk Kjarvals og jafnframt íslenskrar listasögu. Í Gryfjunni eru nýleg verk eftir Guðrúnu Kristjánsdóttur, Birgi Andrésson og Olgu Bergmann sem hver á sinn hátt fjalla um náttúru og/eða menningu í samtímanum. Í Arinstofu er sýnt pólitiskt verk eftir Önnu Eyjólfsdóttur sem jafnframt byggir á arkitektúr Ásmundarsalar.

Til baka