14. janúar 2006 til 05. febrúar 2006

Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir Sigríður Ólafsdóttir Sigtryggur Bjarni Baldvinsson Tinna Gunnarsdóttir - Verk, Hlutur, Hlutverk

Sýningin er hugsuð sem bræðingur hönnunar og myndlistar. Listamennirnir höfðu það að leiðarljósi við gerð verkanna að fara yfir á svið hvers annars og vinna á óræðum og jafnvel forboðnum mörkum hönnunar og myndlistar. Hvar liggja þessi mörk og eru þau mikilvæg og afgerandi? Sýningin samanstendur því af illskilgreinanlegum verkum og hlutum sem kveikja spurningar hvaða hlutverki þau gegni. Á sýningunni má finna verk sem hægt er að skilgreina sem textíl, gólfverk, mottur, púsluspil, málverk, spegla, leirlist, innsetningar og lágmyndir, eða ekki.

Til baka