Aðalheiður Valgeirsdóttir
TÍMALJÓS
Listasafn ASÍ Ásmundarsal – 30. maí 2009 til 21. apríl 2009
Aðalheiður Valgeirsdóttir sýnir olíumálverk í Ásmundarsal. Verkin eru máluð austur í sveit sl. vetur. Í þeim birtast náttúruupplifanir frá hausti til vors þar sem ólík birtuskilyrði tímans varpa síbreytilegu ljósi á náttúruna sem er birtunni undirgefin. Við verðum vitni að endurteknu en þó breytilegu sjónarspili á leiksviði náttúrunnar um leið og við erum hluti af því. Í verkunum tvinnast saman huglæg sýn og náttúrusýn sem markast af tíma ljóssins.