Ívar Valgarðsson - VARANLEGT EFNI (SNJÓBOLTI)
Stöpullinn
05. október 2013 til 31. desember 2013
Laugardaginn 5. október s.l. var tekið í notkun nýtt sýningarrými í Listasafni ASÍ.
Þetta nýja rými kallast Gunnfríðarstöpull og er hann staðsettur í garðinum við listasafnið þar sem höggmynd Gunnfríðar Jónsdóttur, Á heimleið stóð áður.
Fyrsti listamaðurinn sem sýnir á þessum nýja stað í safninu er Ívar Valgarðsson en verk hans kallast ‘Varanlegt efni’ (snjóbolti). Fyrirmyndin er snjóbolti, hnoðaður úr snjó sem féll í október 2005.
Ívar er menntaður í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og við Listaháskólann í Haag í Hollandi. Hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið einkasýningar, m.a. á þessu ári í Listasafni Reykjavíkur. List Ívars er hljóðlát og íhugul og byggir á vandaðri hugmyndavinnu.