Nína Tryggvadóttir ( 1913-1968)
Þorvaldur Skúlason listmálari
/ Þorvaldur Skúlason, Painter
– 1940
Olía  á striga / Oil on canvas – 64x52 cm.
LA-161

Mér hefur alltaf fundist mannamyndir skelfing leiðinlegar ef ekkert er sett nema svipurinn, sagði Nína Tryggvadóttir en eftir heimkomuna frá París 1940 málaði hún sjálfsmynd sína og myndir af skáldum og listamönnum í Unuhúsi, m.a. af Halldóri Laxness  og Þorvaldi Skúlasyni sem allar voru í stofngjöf Ragnars Jónssonar.