Ásgrímur Jónsson (1876-1958)
Silfra á Þingvöllum / Silfra Fissure in Thingvellir Park – 1930
Olía á striga / Oil on canvas – 100x130 cm.
LA-268

Ásgrímur Jónsson var einna fyrstur íslenskra listmálara til að ferðast um landið og festa íslenskt landslag á léreft. Hann segir: „Fyrst eftir að ég kom heim frá námi, mátti Ísland teljast ónumið af listmálurum. Ég hafði því mikinn hug á að kynnast landinu sé best og lagði mig fram um það. Hins vegar voru ferðalög stórum erfiðari og kostnaðarsamari en seinna hefur orðið og sértaklega kröfðust langferðir um landið mikils útbúnaðar og talsverðrar fyrirhyggju.