Gunnlaugur Scheving (1904-1972)
Sjómenn (Fiskibátur)
/ Fishermen (Fishing boat)
-1945
Olía á striga / Oil on canvas – 69x98 cm.
LA-21

Gunnlaugur segir um myndefni sín: „Ég hef sem sagt gert myndir af manneskjunni, eins og ég sé hana, eins og ég hef sé hana á sjó og landi, einnig af fiski og bátum: stundum hef ég málað fólk að heyskap og við skepnuhald, svona eins og ég hef kynnst þessu.

Ég hef stúderað þessar fyrirmyndir og athugað rækilega bakgrunn mundanna – bryggjur, sýn til lands af bát, fisk úr grænu djúpinu, þorpið fjöllin, sveitina. Í þessu hef ég þrælað og sett áhrifin eða niðurstöður rannsókna minna, eins og vísindamaður myndi segja, saman í myndir.