Jóhannes S. Kjarval (1885-1972)
Hellisheiði / Hellisheiði Heath – 1942
Olía á striga / Oil on canvas – 82x214 cm.
LA-41
Þeir Matthías Johannessen gerðu Hellisheiði að umræðuefni í Kjarvalskveri. Matthías lýsir mundinni sem ótrúlegu víravirki í svörtu, hvítu og gráu, og þó í öllum hugsanlegum litum, og að kyrrðin sé svo djúp í henni að skvaldrið í sýngrasalnum þagni. Kjarval segir frá aðstæðum á heiðinni þegar hann málaði myndina: „Það var svo mikil kyrrð að ég heyrði allan tímann tikkið í fugli sem vakti með mér um nóttina meðan ég málaði myndina. Ég fór að hlusta á þennan fugl, sem var af einverri mýrispýtutegund, og fann ú að hann var að líkja etir tikkinu í úrinu mínu. Ég hlustaði á sinfóníu fuglsins og ankerisgang úrsins meðan ég málaði, og það hafði mikil áhrif á myndina. Eignlega ætti hún að heita: Vökunótt fuglsins. Já það væri nokkuð gott, kyrrð og fugl – og heiðin bak við Bláfjöll.