Anna Rún Tryggvadóttir

INNBYRÐIS

11. apríl 2015 til 03. maí 2015

Hreyfing, samruni, flæði. Innri virkni hlutanna, bindiefni þeirra, samspil og umbreyting eru viðfangsefni Önnu Rúnar á sýningunni Innbyrðis í Arinstofu og Gryfju. Í rýmisverkum hennar og teikningum opnast þessi kjarnaði innri veruleiki fyrir utanaðkomandi áhrifum. Efniseiginleikar þeirra renna saman, eflast, veita mótspyrnu og hliðrast.

Innbyrðis er fyrsta einkasýning Önnu Rúnar Tryggvadóttur á Íslandi, en hún lauk meistaranámi frá Concordia Háskóla í Montreal, árið 2014 með einkasýningunni render & react, approach to a subconscious sensory system.

Viðtal í Víðsjá: http://www.ruv.is/frett/listaverkid-sem-ferli

Previous
Previous

Kosningaréttur kvenna 100 ára FRENJUR OG FÓRNARLÖMB

Next
Next

Birgir Snæbjörn Birgisson – LADIES, BEAUTIFUL LADIES