Ásta Ólafsdóttir

TÚBAB TÚBAB

08. apríl 2006 – 30. apríl 2006

Í Afríkuríkinu Malí kalla börnin oft „Túbab“, sem þýðir „hvítur maður“. Þau hlaupa að hvítum ferðamanni til að fylgjast með honum um stund og skemmta sér. Fyrir Íslending er margt erfitt að skilja í ólíkum lífsskilyrðum og háttum Malíbúa og Íslendinga.

Það er í framandleikanum sem listamaðurinn finnur sterkast fyrir vægi tímans og rýmisins í veruleikanum. Hvorugt er hægt að höndla sem staðfest sannindi: ekki er hægt að benda á tímann í eyðimörkinni og segja „hér er óþekktur tími“, né horfa í húsagarð og segja „hér endar rýmið og byrjar aftur í næsta þorpi“.

Framandleikinn kallar fram fullvissuna um að enn sé margt óuppgötvað og óútskýrt. Sýningin í Gryfjunni fjallar um þessar vangaveltur.

Ásta Ólafsdóttir hefur starfað að myndlist frá því hún lauk námi í Jan van Eyck Akademíunni í Hollandi árið 1984. Hún vinnur verk sín oft sem skúlptúra eða innsetningar og viðfangsefni hennar fjalla gjarnan um manneskjuna í tíma og hefðir samfélagsins.

Previous
Previous

Björk Guðnadóttir ÁFORM INNRI FRAMKVÆMD SPENNA