Curver Thoroddsen

FJÖLSKYLDUKVINTETTINN II

11. febrúar 2011 til 06. mars 2011

Fjölskyldukvintettinn II samanstendur af myndbandsverki þar sem listamaðurinn og fjölskylda hans impróvísera á hljóðfæri sem þau kunna ekki á.

Verkið er portrett af fjölskyldu og á sama tíma spunahljóðverk. Við að taka fjölskylduna úr sínum náttúrulegu aðstæðum og setja í framandi hlutverk verður samskiptamunstur og karaktereinkenni fjölskyldumeðlima sýnileg.

Í Fjölskyldukvintettinum II er djasstónlistin tekin fyrir. Hljóðfæraskipan er trommur (mamman - Bryndis Hannah), píanó (pabbinn - Gísli Thoroddsen), kontrabassi (bróðir - Arnar Eggert Thoroddsen), trompett (systir - Eva Engilráð Thoroddsen) og saxafónn (Curver sjálfur). Öll eru þau að sjálfsögðu í svörtum rúllukragabolum. Ekki er æft fyrir upptökuna heldur bara talið í og látið vaða í einni stakri töku. Verkið er tekið upp á 16mm filmu til að vera meira „Djasslegt“.

Previous
Previous

Anna Líndal – KORTLAGNING HVERFULLEIKANS

Next
Next

Áslaug Thorlacius og Finnur Arnarson og börn – ÞAR SPRETTA LAUKAR