Eirún Sigurðardóttir

BLÓÐHOLA

14. október 2006 til 05. nóvember 2006

Sýningin heitir Blóðhola. Þessi hola sem er sterkari en þrumuguðinn Þór og bjartari en nokkur dís hefur að geyma unaðslega mýkt og sveigjanleika. Hún er tenging okkar við fortíðina, hellinn þar sem líf okkar kviknaði.

Innan í hvítum helli listasafnsins, er frumkrafturinn tignaður í milljónasta veldi. Unaðslegar mjúkar kúlur sem geta af sér kúlur sem geta af sér kúlur og svo framvegis inn í framtíðina sem enginn veit hver verður. En eitt er þó víst: fortíðin fer með okkur inn í framtíðina. Við erum tenglar eða millistykki þess sem var og þess sem verður.

Til þess að átta sig á samhengi hlutanna þarf ekki alltaf að skilja allt. Stundum er nóg að skynja og skoða. Treysta á eigin tilfinningar – og þrátt fyrir flækjur sem erfitt getur verið að greiða úr heldur hárið samt áfram að vaxa.

Eirún útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1996 og Hochschule der Künste í Berlín 1998. Hún er stofnandi og 1/3 Gjörningaklúbbsins og hefur sýnt víða undir hans nafni frá 1996.

Eirún hefur einnig haldið einkasýningar m.a. í Gallerí Hlemmi og Kling & Bang ásamt því að taka þátt í samsýningum.

Í tengslum við sýninguna verður gefin út bók með myndum og teikningum eftir Eirúnu og textum eftir leikhúsfræðinginn Unu Þorleifsdóttur og myndlistarkonuna Gunnhildi Hauksdóttur.

Einnig verður heimasíðan www.this.is/eirun opnuð.

Previous
Previous

Borghildur Óskarsdóttir – OPNUR

Next
Next

Alexandra Signer og Tumi Magnússon – VÍDEÓ INNSETNINGAR