Etienne de France
LIFE SUCKS!
23. febrúar 2007 til 25. mars 2007
LIFE SUCKS! ÚTÓPÍA OG SÍÐASTA BLA-BLA ÁÐUR EN ÞÚ FERÐ
Sýndarheimar eru ekki lengur bara væntingar eða lýsingar höfunda vísindaskáldsagna á þróun mannlegs samfélags.
Þörfin fyrir útópíu er eilífur draumur. „Hálfheimar“ eru eins konar rýmisleysa. Getum við enn leitað þessa fyrirmyndarsamfélags án efnislegrar víxlverkunar? Hvaða hugsjón, hvaða útópía? Hvar eru landamærin og hvert er sambandið milli raunveruleika og sýndar, hver hefur áhrif á hvern?
Þetta er ekki prófun á sýndarsamfélagi eða öðru samfélagi.
Fleiri spurninga er þörf til þess að fá gagnrýna yfirsýn yfir vaxandi fyrirbæri sem reiðir sig mjög á gríðarlega og snjalla markaðssetningu.
Æviágrip
Etienne de France er fæddur 1984 og stundaði nám í listasögu í París áður en hann byrjaði í Listaháskóla Íslands árið 2005.
Í verkum sínum reynir hann að sameina jöfnum höndum ritlist, sjónlistir og tónlist til að skapa sýningar eða gjörninga.
Í sjónlist notast hann mest við ljósmyndir og hreyfimyndir. Verk hans hafa verið sýnd í Frakklandi og hann hefur gefið út nokkrar bækur.