Eygló Harðardóttir

LEIÐSLA

03. febrúar 2007 til 25. febrúar 2007

Á sýningunni eru skjáverk, málverk á pappír, teikningar og þrívíð verk. Verkin eru unnin með gryfjuna og salinn í Listasafni ASÍ í huga, rými sem hægt er að hugsa sér eins og skúlptúr eða líkama sem hefur tvo ólíka póla. Pólarnir stefna upp og niður, í líkama sem hefur í sér ótrúlega margar skyn-víddir og minni. Verkin eru unnin á vinnustofum í Tékklandi, Tyrklandi og á Íslandi.

Eygló Harðardóttir útskrifaðist úr AKI - Akademie voor Beeldende Kunst en Industrie, Eschede, Hollandi árið 1990. Hún hlaut 2ja ára starfslaun myndlistamanna árið 2005.

Previous
Previous

Borghildur Óskarsdóttir – OPNUR

Next
Next

Etienne de France – LIFE SUCKS!