Eygló Harðardóttir

VÍSBENDINGAR

11.12.20-28.02.21 – Gúmmívinnustofan, Skipholti 35

,,Á hjólbarðaverkstæði hafa aðgerðirnar skýran tilgang. Vinna sem skapast af nauðsyn og kraftar sem hæfa tilefninu. Myndlistin á stefnumót við þennan heim; glíman við efnið og gerð verkanna skapar tilgang í sjálfu sér. Aðgerð kallar á þá næstu þar til listaverkið öðlast sitt eigið gangverk.  Útkoman byggir ekki á rökum heldur vísbendingum og innsæi. Verkin fengu á sig mynd sem tók mið af ýmsum kennileitum verkstæðisins þar sem hlutum er raðað upp á praktískan hátt með áberandi fagurfræðilegum undirtóni.‘‘

Bibendum-sýningarnar eru ný tegund vinnustaðasýninga hjá Listasafni ASÍ — myndlistarsýningar á dekkjaverkstæðum. Sýningarnar eru settar upp í samvinnu við eigendur og starfsmenn viðkomandi dekkjaverkstæðis. Gefin er út póstkorta-sería fyrir hverja sýningu.

Hugmyndin að þessum nýju vinnustaða­sýningum kemur upp­haflega frá starfs­mönnum Lögfræði- og Hagdeilda ASÍ sem vildu víkka út svið vinnustaða­sýninga safnsins og gera tilraun til að ná til breiðari hóps á vinnumarkaði. Þeir töldu myndlistarsýningar á vinnustöðum, sem bjóða starfseminnar vegna upp á tak­markaða möguleika fyrir myndlist, sérstak­­­lega áhugaverðar.

Ljósmyndir: Vigfús Birgisson

Previous
Previous

Kristín Gunnlaugsdóttir GIMSTEINAR

Next
Next

Sigurður Guðjónsson INNLJÓS / INNLIGHT