Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir
05. september 2015 til 27. september 2015
Laugardaginn 5. september verður opnuð í Listasafni ASÍ sýning á verkum Jóhönnu Kristbjargar Sigurðardóttur. Hún er fædd 1982 í Reykjavík en býr og starfar í Belgíu, þar sem hún hefur tekið þátt í ólíkum verkefnum, samsýningum og einkasýningum. Einnig starfar Jóhanna með Trampoline Gallery í Antwerpen og mun nú í lok þessa árs útskrifast frá HISK, Higher Institute for Fine Arts í Gent, Belgíu.
Í sínu listræna ferli notar Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir samnotkun ólíkra miðla með því að setja saman hefðbundin málverk og skúlptúra unnin út frá nánasta umhverfi, líkamlegri uppbyggingu, í stærð, formum, litum og yfir í performatíva nálgun blandaða saman við vídeo, hljóð og rými.
Jóhanna leitast við að finna og upplifa hvernig rými getur orðið andlega hlaðið með því að tvinna saman svipað eða líkt sjónrænt myndmál unnið í mismunandi miðla sem saman tengja heildina. Þá er nánast eins og samspilið milli forma, lita, rýmis og efniviðs langi að skapa fljótandi áru eða reyna að fanga brot af hugleiðslu sem hefur einn hljóm en marga tóna.
Jóhanna segir að þessa nálgun megi líkja við ljóð og að stór hluti af henni sé ljóðskáld sem leitar að sjónrænni nálgun á innri tjáningu eða að ljóðrænni nálgun á dýpri merkingu — líkt og ef við setjum okkur einfaldlega að heildin eða innsetningin sé byggð upp á að form sé sama og stafir, litir sama og orð, og málverk/skúlptúr/vídeó sama og pappír/skjár/flötur sem þarfnast áhorfanda eða meðtakanda til þess að tilfinningin nái að birtast hverjum og einum út frá þeirra upplifun þegar gengið er inn í rýmið, inn fyrir flata og þögla flötinn.
Í Listasafni ASÍ mun Jóhanna sýna ný verk — skúlptúra, málverk og vídeo — sem tengjast á margvíslegan hátt og sameinast í Ásmundarsal.
Menntun
2014–2015 – HISK, Higher Institute for Fine Arts, postacademic nám. Gent, BE.
2012–2013 – KASK, Koninklijke Academie van Schone Kunsten, M.A. í Fine Arts. Gent, BE.
2005–2008 – Listaháskóli Íslands, B.A. í Fine Arts. Reykjavík, IS.
2003–2005 – Fjölbrautarskólinn í Breiðholti, listnámsbraut. Reykjavík, IS.
Valdar sýningar
2015 – ikob-award. Samsýning. Eupen, Belgium.
2015 – Presenting Sculpture Blue – Thinking about three ways to come together and four ways to get apart. Beursschouwburg in PACT Zollverein Essen, Germany.
2015 – Introduction of a sculpture – When the depth of this is thought a little bit longer, it becomes endless at the moment we forgot what we were thinking about. Einkasýning. Trampoline Gallery. Antwerp, Belgium.
2015 – Nýmálað. Samsýning. Listasafn Reykjavíkur, Iceland.
2014 – Vision of a country – Sometimes it’s easy but now my mind is far away. Einkasýning. Suns and Stars Exhibitions, The Daylightshow. Hilversum, Netherlands.
2014 – OrangePurpleBlue [Neo] Constructiv-Emotionalism. Samsýning. The Coming People. S.M.A.K. Gent, Belgium.
2014 – Blue [Neo] Constructiv-Emotionalism. Einkasýning. Invited by O.C.A.M. Traffic#1, Lokaal 01. Antwerp Central Station, Belgium.
2013 – [Neo] Constructiv-Emotionalism. Einkasýning. Gallery Marion De Canniére. Antwerp, Belgium.
2013 – Wild Horses and Trojan Dreams. Samsýning. Marres, Center for Contemporary Culture in Maastricht, Netherlands.