Hildigunnur Birgisdóttir
Hildigunnur Birgisdóttir er annar listamaðurinn sem velst til þáttöku í nýrri sýningaröð Listasafns ASÍ þar sem sýnd eru nýjustu verkin í eigu safnsins. Sýning Hildigunnar UNIVERSAL SUGAR var sett upp samhliða í Garðabæ og Vestmannaeyjum.
Í verkum sínum hefur Hildigunnur rannsakað flókin kerfi með notkun hrekklausra eða jafnvel barnslegra tenginga. Hún leikur sér með spennuna sem myndast getur milli þarfar okkar til að útbúa óhlutbundin þekkingakerfi og líkamlegra þolmarka skynkerfa okkar. Verk Hildigunnar afhjúpa annmarka, sérvisku og fjarstæðukennd atriði sem finna má í sköruninni á milli hugsjónar og mannlegra skilningskerfa. Slíkur ágangur kemur sér ekki bara vel, heldur liggur hann til grundvallar verkum Hildigunnar, og gerir áhorfandann óvænt að miðju alheimsins.
Hildigunnur Birgisdóttir (f. 1980) útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2003. Verk hennar hafa verið sýnd í Listasafni Reykjavíkur, Kling & Bang, Nýlistasafninu, Annaellegallery í Stokkhólmi, Gallerí i8. Hildigunnur Birgisdóttir var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum 2024.