Una Björg Magnúsdóttir
Una Björg Magnúsdóttir er fjórði listamaðurinn sem velst til þátttöku í sýningaröð Listasafns ASÍ þar sem skipulagðar eru einkasýningar valinna listamanna á tveimur stöðum á landinu.
Sýning hennar Svikull Silfurljómi var sett upp í Súðavík og í Mosfellsbæ. Fyrri einkasýning Unu var haldin í samvinnu við Samkomuhúsið í Súðavík og seinni sýningin er haldin í einbýlishúsi sem nú er í byggingu við Kvíslartungu 28 í Mosfellsbæ.
Una Björg Magnúsdóttir (f. 1990) nam myndlist við Listaháskóla Íslands og stundaði framhaldsnám við ÉCAL í Sviss þaðan sem hún útskrifaðist árið 2018. Verk hennar hafa verið sýnd meðal annars í Listasafni Reykjavíkur, Gerðar safni, Y gallerí, KEIV í Aþenu, GES-2 í Moskvu og Nord atlantens brygge í Danmörku.
Una Björg beitir ýmsum brögðum í verkum sínum til að velta upp spurningum um fegurð, gildi, tilvist okkar, hegðun og hátterni. Hún notar til þess áferð og gildishlaðin efni á slunginn en sparlegan hátt. Með nákvæmum upp stillingum á fábrotnum munum skapa verkin ákveðið sýndar yfirborð þar sem allt virðist með felldu. En verkin taka á sig háttvísa blekkingu og dansa á óræðum skilum þess raunverulega og eftirlíkingar til að kalla á óskipta athygli áhorfandans.