Bryndís Hrönn Ragnarsdóttur, Gunnþórunn Sveinsdóttir
og Sirra Sigrúnar Sigurðardóttir
GÁTTIR – GLEYM MÉR EI
28. nóvember 2015 – 20. desember 2015
Laugardaginn 28. nóvember kl. 15:00 var opnuð í Listasafni ASÍ sýning á verkum Bryndísar Hrannar Ragnarsdóttur, Gunnþórunnar Sveinsdóttur og Sirru Sigrúnar Sigurðardóttur undir heitinu Gáttir – Gleym mér ei.
Ath.: Víðsjárviðtal: Gatt milli listakvenna
Sýningin mótast af innblæstri og samræðu þriggja listamanna. Aðskildar í tíma og rúmi mætast þær í formi og viðfangi – með sendingum á borð við hreyfingar, takt, liti og form.
Gáttin er opin; andleg og vísindaleg nálgun eru lögð að jöfnu. Samræðan er meðvituð um skynjun okkar á afstæði tíma og fjarlægða. Abstrakt expressjónísk tengsl við ytri og innri heima eru dregin fram – og jafnframt tengsl við annan og annars konar tíma.
Skeyti sem skapað er og búið um af alúð,
sett út á óráðið haf með góðum óskum og von um lendingu,
sjósett í tíma viðtakandans
verðum sendingin – og sendingin finnur sér farveg.
Gunnþórunn Sveinsdóttir
Gunnþórunn Sveinsdóttir (1885–1970) fjallaði gjarnan um hið smáa, fíngerða og hverfula í verkum sínum – augnablikið þegar frostrósir myndast á glugga, mynstur sem endurtekur sig endalaust í náttúrunni en hverfur jafn örugglega og það birtist.
Hörður Ásgeirsson skrifaði árið 1963 í Birting:
„Eftirtektarvert er, að aflvaki verka hennar er sá sami og hjá nútímamálurunum: hún, eins og þeir, hefur víkkað skynsvið mannsins, stækkað sjónvídd hans, tekið eftir hinu stóra í því smáa. Margslungið myndform frostrósarinnar verður henni innblástursefni fremur en fjöllin, hið viðtekna landslag, og sjálft hugarflugið fær meira svigrúm en fyrr.“
Gunnþórunn lýsir einnig eigin upplifun í Gleym-mér-ei (1957):
„Ég varð oft hrifin af ýmsum smámunum, stundum svo hrifin að ég stóð og horfði hugfangin á sumt sem var talið furðulegt að gæti vakið hrifningu manna. Þá var ég eins og í öðrum heimi, svo indælum heimi, að ég tók nærri mér að yfirgefa hann.“
Hennar „hugsunarvilla“ – eins og hún sjálf kallaði það – að einblína á fyrirbæri sem öðrum þóttu gagnslaus, er einmitt það sem Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir (f. 1974) og Sirra Sigrún Sigurðardóttir (f. 1977) taka í arf og gera að yrkisefni sýningarinnar. Þær draga fram myndheim úr því smáa sem umlykur jörðina eins og lofthjúpur – forsenda lífsins sjálfs.
Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir
Bryndís vinnur með rýmið innan og utan sýningarsalarins. Borði liggur frá jörð upp á þak hússins, fuglamat er stráð á þakið. Verkið kallar á þátttöku fugla himinsins – samspil jarðar og himins. Hljóðverk og innsetning binda saman líkamlega orku, efnisheim og náttúru í órofa heild.
Sirra Sigrún Sigurðardóttir
Sirra hefur lengi unnið með myndheim sem vísar til áferðar og tungumáls raunvísinda, án þess þó að lúta lögmálum þeirra. Hún umbreytir fyrirbærum, sýnir okkur ósýnilega þætti veruleikans – til dæmis með stórum ljósmyndum af agnarsmáum ögnum í Cloud Chamber, sem eru þó grundvöllur lífsins sjálfs.
Ferill listamannanna:
Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir (f. 1974) útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands 2002 og lauk meistaranámi frá Akademie der Bildenden Künste í Vín 2006. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga hérlendis og erlendis og fengist við sýningarstjórn og útgáfu.
Gunnþórunn Sveinsdóttir (1885–1970) var frumkvöðull í eigin myndsköpun, þekkt fyrir litríkar og kraftmiklar myndir málaðar á óhefðbundin efni.
Sirra Sigrún Sigurðardóttir (f. 1977) lauk námi frá Listaháskóla Íslands 2001 og meistaranámi frá School of Visual Arts í New York 2013. Hún er einn stofnenda Kling & Bang í Reykjavík og hefur sýnt víða, m.a. í Listasafni Reykjavíkur og Tate Modern.