Olga Bergmann

HVARFPUNKTUR / VANISHING POINT

31. október 2015 – 22. nóvember 2015

Verkin á sýningu Olgu Bergmann skírskota í fleiri en eina túlkun á hugmyndinni um hvarfpunkt.

Hvarfpunktur er sjónhverfing um þrívídd á tvívíðum myndfleti, þar sem samsíða línur í fjarlægð dragast saman í einn punkt. Þar sem hvarfpunktur myndast hverfur geta okkar til að sjá lengra.

Einnig má leggja þann skilning í orðið að „hvarfpunktur“ geti myndast í lífríki jarðar af mannavöldum – aðstæður sem valda því að jafnvægi raskast og hröð hnignun á sér stað.

Verkin á sýningunni byggja einnig á hugrenningum um Gaia-kenningu James Lovelock, sem lýsir jörðinni sem risavaxinni lífveru eða líkama sem ávallt leitast við að endurheimta jafnvægi þegar það raskast.

Olga Bergmann  HVARFPUNKTUR / VANISHING POINT
Previous
Previous

Bryndís H. Ragnarsdóttir & Gunnþórunn Sveinsdóttir og Sirra Sigrún Sigurðardóttir GÁTTIR – GLEYM MÉR

Next
Next

Brynhildur Þorgeirsdóttir – SAMKOMA