Brynhildur Þorgeirsdóttir

SAMKOMA

03. október 2015 – 25. október 2015

Samkoma nefnist sýning Brynhildar Þorgeirsdóttur myndhöggvara í Listasafni ASÍ, Freyjugötu 41 í Reykjavík.

Í Ásmundarsal verða kynntir til sögunnar nýir meðlimir í skúlptúrfjölskyldu Brynhildar, sem hafa þróast frá árinu 1982, og á svölum safnsins sprettur upp smágerður útilistagarður með rótum í japanskri garðamenningu.

Brynhildur Þorgeirsdóttir stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Gerrit Rietveld Academie í Hollandi og California College of Arts and Crafts, auk sérnáms í gleri við Orrefors í Svíþjóð og Pilchuck Glass School í Bandaríkjunum.

Verk Brynhildar er að finna í öllum helstu söfnum landsins auk safna í ýmsum löndum. Hún hefur hlotið styrki og viðurkenningar fyrir verk sín og meðal annars tvisvar fengið úthlutun úr The Pollock-Krasner Foundation.

Af verkum í almenningsrýmum má nefna Landslagsmynd í Garðabæ, Klettur við Leirvoginn í Reykjavík og Pendúll hússins í Menntaskólanum í Kópavogi. Árið 2013 var afhjúpuð umfangsmikil landslagsinnsetning í Alingsås í Svíþjóð og verður það verkefni sérstaklega kynnt á sýningunni.

Þetta er 16. einkasýning Brynhildar hér á landi.
Sýningin stendur til 26. október og er opin alla daga frá kl. 13:00–15:00, nema á mánudögum.

Nánari upplýsingar:
Heimasíða ASÍ: www.listasafnasi.is
Brynhildur Þorgeirsdóttir – sími: 895 9897
Netfang: brynhildurth@gmail.com
www.brynhildur.com

Brynhildur Þorgeirsdóttir  SAMKOMA
Brynhildur Þorgeirsdóttir  SAMKOMA
Brynhildur Þorgeirsdóttir  SAMKOMA
Brynhildur Þorgeirsdóttir  SAMKOMA
Brynhildur Þorgeirsdóttir  SAMKOMA
Previous
Previous

Olga Bergmann HVARFPUNKTUR / VANISHING POINT

Next
Next

Magnús Árnason RAFSEGULSVIÐ ÆSKUNNAR