Didda Hjartardóttir Leaman

TILFÆRSLUR

09. ágúst 2013 til 01. september 2013

Á sýningunni eru málverk og önnur myndverk, m.a. myndband sem skrásetur ákveðna gönguleið. Hugmyndin að verkinu spannst út frá þráhyggjukenndum leik listamannsins en hún snýst um að horfa í þá átt sem gengið er eða þangað sem beðið er eftir að eitthvað gerist.

Talið er upp að einum með opin augu, augunum er lokað á meðan talið er upp að tveimur og svo framvegis. Þannig skapast spenna í hvert skipti sem augun eru lokuð og talið er upp að sléttri tölu, því hreyfanlegir hlutir birtast og hverfa.

Einnig eru á sýningunni málverk af gönguleiðinni sem birtist í myndbandinu og í rýminu svífa pappírsskúlptúrar.

Previous
Previous

Anna Jóelsdóttir – BROT / FRAGMENT

Next
Next

Eirún Sigurðardóttir – GÆFUSMIÐUR