John Zurier og Hreinn Friðfinnsson

VIÐ VORUM EINU SINNI NÁGRANNAR

21. maí 2016 – 26. júní 2016

Sýning á innsetningum Hreins Friðfinnssonar og málverkum John Zurier.

Ljóðræn skynjun staðar, tíma og endurminninga skapar sameiginlegan tilfinningalegan þráð milli umbreyttra fundinna hluta og innsetninga Hreins Friðfinnssonar annars vegar og abstraktmálverka John Zurier hins vegar.

John Zurier
John Zurier fæddist árið 1956 í Kaliforníu þar sem hann býr og starfar. Hann hefur sýnt verk sín víða um heim, meðal annars í listasafninu við UC Berkeley í Kaliforníu, á Sao Paulo-tvíæringnum og á Whitney-tvíæringnum. Verk eftir hann eru meðal annars í eigu Moderna Museet í Stokkhólmi, Berkeley Art Museum og Museum of Modern Art.

Zurier málar andrúmsloft inn í óhlutbundin verk sín. Titlarnir gefa engar skýringar, þó tært sé á túlkunarmöguleikum. Inntak málverkanna verður til í efninu sem geymir minningar um liti og birtu frá einstökum stöðum og tímum. Undanfarin ár hefur John Zurier oft dvalið á Íslandi og íslensk náttúra og birta er iðulega nærverandi í verkum hans.

Hreinn Friðfinnsson
Hreinn fæddist árið 1943 og útskrifaðist frá Handíða- og myndlistaskóla Íslands árið 1960. Hann er einn af frumkvöðlum nýlistar og hugmyndalistar hér á landi og var meðal annars einn af stofnendum SÚM.

Verk Hreins eru í senn ljóðræn og heimspekileg og snúast iðulega um eitthvað sem ekki er, eða eitthvað loftkennt og ósnertanlegt, eins og ljósið eða vindinn. Hreinn hefur sýnt verk sín víða um heim; meðal annars var hann með stóra sýningu í Serpentine Gallery í London árið 2007 sem sló aðsóknarmet safnsins, og árið 2014 var frumsýnd í Nýlistasafninu kvikmynd um ævi og störf Hreins eftir Ragnheiði Gestsdóttur og Markús Þór Andrésson.

Previous
Previous

Margrét Helga Sesseljudóttir UNDUR SEM ER HÓGVÆR GUÐ

Next
Next

Helgi Þorgils & Eggert Pétursson GENGIÐ Í BJÖRG